IMG_1013
IMG_0951
IMG_1038

Betri stjórnun, betri fyrirtæki

Lean Ísland er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði þjónustu og framleiðslu eru byrjuð að nýta sér Lean stjórnun og hugsun. Með áherslum sínum á virði fyrir viðskiptavini og umbótamenningu er Lean stjórnun að fá verðskuldaða athygli um heim allan. Ráðstefnan hentar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Skráning á Lean Ísland 2015

Lean Ísland 2015

Ráðstefnan verður haldin 12. mars á Hilton.
Fulltrúar frá virtum alþjóðlegum framleiðslu- og þjónustufyrirækjum halda erindi ásamt ráðgjöfum.
Námskeið eru haldin 10., 11. og 13. mars.

Forsölumiðar uppseldir!

Miðaverð í forsölu: 38.500 kr.
Almennt miðaverð: 42.500 kr.

Skráning á Lean Ísland 2015

Ath! Skráningu lýkur föstudaginn 6.mars.

Dagskrá
8:30 – 9:00 Morgunmatur og skráning
9:00 – 9:10 Setning ráðstefnu
9:10 – 10:10  Everybody Everyday – Engaging Your Entire Workforce
Bruce Hamilton
Salur A Salur B
10:30 – 11:20 Lean Transformations – Are They Reaching Their Potential?
Ken Andrew
Building the Foundation for Business Transformation
Anette Falk Bøgebjerg
11:25 – 12:15 Lean and CSI (Continual Service Improvement) –
Mission Impossible or Opportunity
?

Pirkko Lankinen
Successful Innovation Based on Lean Product Development
Norbert Majerus
12:15 – 13:00 Hádegismatur
13:00 – 13:50 Gemba Walks: How to Get More Value From Workplace Visits
Patricia Wardwell
Er eitthvað í DNA íslenskrar vinnumenningar sem styrkir lean innleiðingu?
Hjálmar S. Elíesersson
13:55 – 14:45 How Standards Create Freedom
Jasper Boers
Lean Without Stress
Kasper Edwards
14:45 – 15:05 Kaffi og spjall
15:05 – 16:00 Building the Fit Organization
Dan Markovitz
16:00 – 17:00 Fræðslustöðvar
17:00 – 18:00 Kokteill og spjall

Samstarfsaðilar

Gull

Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðisfyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.

Hjá Össuri starfa um 2300 starfsmenn í 18 löndum með höfuðstöðvar á Íslandi. Framleiðsludeildir Össurar hafa nýtt sér aðferðafræði straumlínustjórnunar frá 2009 með góðum árangri og m.a. innleitt 5s, tillögukerfi, lean skólann, sjónræna stjórnun og daglega fundi ásamt mörgu öðru.

Aukinn áhugi er á straumlínustjórnun í öðrum deildum svo sem fjármáladeild, gæðadeild og þróunardeild og hafa þær til dæmis nýtt sér virðisgreiningu og sjónræna stjórnun. Einnig eru stærri verkefni á vegum framkvæmdarstjórnar að bæta lykil viðskiptaferla fyrirtækisins.

Icelandair er leiðandi flugfélag á alþjóðamarkaði. Icelandair byggir viðskiptastefnu sína á hagkvæmri staðsetningu Íslands í miðju Atlanthafinu, mitt á milli Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Félagið þjónar þremur megin mörkuðum; markaðnum frá Íslandi, ferðalöngum sem eru að koma til Íslands og þeim sem velja að fljúga með Icelandair á leið sinni milli Ameríku og Evrópu.

Félagið veitir viðskiptavinum sínum einstaka þjónustu þar sem lögð er áhersla á íslenskan uppruna undir heitinu „Refreshing Icelandic Travel Experience“.

Félagið rekur nú 24 Boeing 757 flugvélar og flýgur til 39 áfangastaða, 27 í Evrópu og 12 í Norður-Ameríku.

Icelandair er hluti af Icelandair Group.

Silfur

Brons

Tengslasamstarf

Lean Ísland 2014

Fyrirlestrar

Lykilræða: Beyond Misery: Inspiring People to Improve Themselves, Their Processes and Their Organizations, Drew Locher
11.5 crazy things to do around Continuous Improvement, Ýr Gunnarsdóttir
How is Lean Methodology Applied in a Hospital Like Landspitali?, Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir
Integration of Suppliers Improves Business, Klaus Petersen
Lean Governance with Holacracy, Daði Ingólfsson
Lean in the Public sector – Experiences from Sweden, Nicholas Smidhagen
Beyond Budgeting at Össur, Axel Guðni Úlfarsson

Lean ísland 2014 var frábær og vel skipulögð ráðstefna. Þar komu fram margir öflugir fyrirlesara sem fylltu mann af frábærum umbótahugmyndunum og við nýtum þær hugmyndir hjá Össur í dag. Ég fór einnig á Visual Management Systems námskeið hjá Drew Locher sem var mjög gott námskeið. Á námskeiðinu var verkefnavinna og þar útfærðum við okkar hugmynd af töflu sem við notum í dag. Lean Ísland er frábær viðburður fyrir alla sem hafa áhuga á umbótavinnu. Það vilja allir gera betur í dag en í gær og því er Lean ísland viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Ég er mjög spennt fyrir Lean Ísland 2015 og er byrjuð að telja niður. Þetta er frábært tækifæri til að hitta fólk í þessum geira og hlusta á alla þessa reyndu umbótasérfræðinga.

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, Össur
Að fara á lean ráðstefnur er nauðsynlegt fyrir þá sem eru að mynda sér skoðun á því um hvað lean snýst og til að sjá og heyra hvernig lean er notað í mismunandi fyrirtækjum og ferlum. Lean ráðstefnur er líka kjörið tækifæri til að hitta annað fólk sem er að leysa svipuð vandamál og tengslanet við fólk í öðrum fyrirtækjum og sérfræðinga er mikilvægt þeim sem eru að innleiða lean. Fyrir þá sem vita mikið um lean er alltaf eitthvað sem kemur á óvart og veitir manni innblástur. Mér finnst Lean Ísland rástefnan upfylla vel það skilyrði að tala til þeirra sem eru fróðleiksfúsir og vilja vita meira, ekki síst þeirra sem eru að taka sín fyrstu skref. Fyrir reynsluboltana er þetta kjörið tækifæri til að fá ferska sýn á hlutina.
Pétur Arason, Marel Iceland

Gallerí