Forsíða 2018-04-03T17:57:34+00:00
Loading...

Betri stjórnun, betri fyrirtæki

Lean Ísland er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum.
Fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði þjónustu og framleiðslu eru byrjuð
að nýta sér Lean stjórnun og hugsun. Með áherslum sínum á virði fyrir viðskiptavini og
umbótamenningu er Lean stjórnun að fá verðskuldaða athygli um heim allan.
Ráðstefnan hentar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Lean Ísland 2019

Fulltrúar frá virtum alþjóðlegum framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum
halda erindi ásamt ráðgjöfum um hvernig fyrirtæki geta náð hámarks árangri.

Ráðstefnan verður haldin 15. mars í Hörpu.
Námskeið verða haldin 13. – 14. mars.

SKRÁNING HEFST SÍÐAR

Dagskrá

Ráðstefna 15. mars
8:30 – 9:00 Skráning
9:00 – 9:10 Setning ráðstefnu
9:10 – 10:00 TBD
10:00 – 10:20 Kaffi og spjall
Starfsmenn og kúltúr Tól og tæki Íslenska leiðin
10:20 – 11:00 Happy Customers, Happy Holiday
Kate Burgess, Virgin Holidays
Be smart with your data
Tony Crane, Bank of Ireland
Framúrskarandi þjónustufyrirtæki
Þuríður Björg Guðnadóttir, Nova
11:10 – 11:50 Kúltúr hjá Google
Kristinn Guðjónsson, Google
TBD TBD
11:50 – 12:40 Hádegismatur
12:40 – 13:20 TBD TBD TBD
13:30 – 14:10 TBD TBD TBD
14:10 – 14:30 Kaffi og spjall
14:30 – 15:10 TBD
15:10 – 16:10 TBD
16:10 – 16:50 Slido
16:50 – 17:00 Ráðstefnulok
17:00 – 18:00 Kokteill og spjall

Gull

Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðisfyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.

Hjá Össuri starfa um 2300 starfsmenn í 18 löndum með höfuðstöðvar á Íslandi. Framleiðsludeildir Össurar hafa nýtt sér aðferðafræði straumlínustjórnunar frá 2009 með góðum árangri og m.a. innleitt 5s, tillögukerfi, lean skólann, sjónræna stjórnun og daglega fundi ásamt mörgu öðru.

Aukinn áhugi er á straumlínustjórnun í öðrum deildum svo sem fjármáladeild, gæðadeild og þróunardeild og hafa þær til dæmis nýtt sér virðisgreiningu og sjónræna stjórnun. Einnig eru stærri verkefni á vegum framkvæmdarstjórnar að bæta lykil viðskiptaferla fyrirtækisins.

Icelandair er leiðandi flugfélag á alþjóðamarkaði. Icelandair byggir viðskiptastefnu sína á hagkvæmri staðsetningu Íslands í miðju Atlanthafinu, mitt á milli Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Félagið þjónar þremur megin mörkuðum; markaðnum frá Íslandi, ferðalöngum sem eru að koma til Íslands og þeim sem velja að fljúga með Icelandair á leið sinni milli Ameríku og Evrópu.

Félagið veitir viðskiptavinum sínum einstaka þjónustu þar sem lögð er áhersla á íslenskan uppruna undir heitinu „Refreshing Icelandic Travel Experience“.


Félagið rekur nú 26 Boeing 757 flugvélar, fjórar Boeing 767 flugvélar og auk þess bætast þrjár Boeing 737-MAX8 við á næstu vikum. Icelandair flýgur til 50 áfangastaða, 26 í Evrópu og 24 í Norður-Ameríku.

Icelandair er hluti af Icelandair Group.

Silfur

Brons

Tengslasamstarf