Forsíða 2018-03-19T14:23:09+00:00
Loading...

Betri stjórnun, betri fyrirtæki

Lean Ísland er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum.
Fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði þjónustu og framleiðslu eru byrjuð
að nýta sér Lean stjórnun og hugsun. Með áherslum sínum á virði fyrir viðskiptavini og
umbótamenningu er Lean stjórnun að fá verðskuldaða athygli um heim allan.
Ráðstefnan hentar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Lean Ísland 2018

Fulltrúar frá virtum alþjóðlegum framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum
halda erindi ásamt ráðgjöfum um hvernig fyrirtæki geta náð hámarks árangri.

Ráðstefnan verður haldin 23. mars í Hörpu.
Námskeið verða haldin 21. – 22. mars.

Forsöluverð: 40.500 kr.
Miðaverð: 46.500 kr.

SKRÁNING

Dagskrá

Ráðstefna 23. mars
8:30 – 9:00 Skráning
9:00 – 9:10 Setning ráðstefnu
9:10 – 10:00 Be a Brave-Hearted Rebel at Work
Lois Kelly, Rebel at Work
10:00 – 10:20 Kaffi og spjall
Starfsmenn og kúltúr Tól og tæki Íslenska leiðin
10:20 – 11:00 Delivering an Effortless Customer Experience
Eric A. Michrowski, Propulo Consulting
Increased Employee Satisfaction
Erik og Henrik, Newbody
Hvaða árangri er hægt að ná með Lean stjórnun á einu ári?
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, Össur
11:10 – 11:50 Heathrow Airport Case Study
Paula Stannett, Heathrow Airport
State of the Art Lean Construction
Lauri Koskela
Umbótafundir á Landspítala
Vigdís og Ólafur, Landspítalinn
11:50 – 12:40 Hádegismatur
12:40 – 13:20 Organisational Climate Trumps Employee Engagement
Professor Moira Clark, Henley Business School
Creating Relevance Through Service Design
Juha Kronqvist, Hellon
Sjáðu tækifærin í þínu eigin umhverfi
Margrét Björk Svavarsdóttir, Garðabær
13:30 – 14:10 The Company’s culture: Live with it or shape it to a lean culture
Valerie Soetaert, Eandis
How to make it happen!
Kees Luttik, Scania
Ferðalag viðskiptavinarins og stöðugar umbætur
Jón Heiðar og Íris, Iceland Travel
14:10 – 14:30 Kaffi og spjall
14:30 – 15:10 Leading Napoleon’s Corporal
Adam Friedrick, Beckett Gas
15:10 – 16:10 Leadership Vertigo & Continuous Improvement
Max Brown, The Institue for Enterprise Excellence
16:10 – 16:50 Slido
16:50 – 17:00 Ráðstefnulok
17:00 – 18:00 Kokteill og spjall

Gull

Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðisfyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.

Hjá Össuri starfa um 2300 starfsmenn í 18 löndum með höfuðstöðvar á Íslandi. Framleiðsludeildir Össurar hafa nýtt sér aðferðafræði straumlínustjórnunar frá 2009 með góðum árangri og m.a. innleitt 5s, tillögukerfi, lean skólann, sjónræna stjórnun og daglega fundi ásamt mörgu öðru.

Aukinn áhugi er á straumlínustjórnun í öðrum deildum svo sem fjármáladeild, gæðadeild og þróunardeild og hafa þær til dæmis nýtt sér virðisgreiningu og sjónræna stjórnun. Einnig eru stærri verkefni á vegum framkvæmdarstjórnar að bæta lykil viðskiptaferla fyrirtækisins.

Icelandair er leiðandi flugfélag á alþjóðamarkaði. Icelandair byggir viðskiptastefnu sína á hagkvæmri staðsetningu Íslands í miðju Atlanthafinu, mitt á milli Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Félagið þjónar þremur megin mörkuðum; markaðnum frá Íslandi, ferðalöngum sem eru að koma til Íslands og þeim sem velja að fljúga með Icelandair á leið sinni milli Ameríku og Evrópu.

Félagið veitir viðskiptavinum sínum einstaka þjónustu þar sem lögð er áhersla á íslenskan uppruna undir heitinu „Refreshing Icelandic Travel Experience“.


Félagið rekur nú 26 Boeing 757 flugvélar, fjórar Boeing 767 flugvélar og auk þess bætast þrjár Boeing 737-MAX8 við á næstu vikum. Icelandair flýgur til 50 áfangastaða, 26 í Evrópu og 24 í Norður-Ameríku.

Icelandair er hluti af Icelandair Group.

Silfur

Brons

Tengslasamstarf