Betri stjórnun, betri fyrirtæki
Lean Ísland er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum.
Fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði þjónustu og framleiðslu eru byrjuð
að nýta sér Lean stjórnun og hugsun. Með áherslum sínum á virði fyrir viðskiptavini og
umbótamenningu er Lean stjórnun að fá verðskuldaða athygli um heim allan.
Ráðstefnan hentar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Lean Ísland 2023
Fulltrúar frá virtum alþjóðlegum framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum
halda erindi ásamt ráðgjöfum um hvernig fyrirtæki geta náð hámarks árangri.
Ráðstefnan verður haldin 17. mars 2023 kl. 09:00-16:00 í Hörpu
Námskeið verða haldin 15. og 16.mars 2023 kl.09:00-16:00 í Opna háskólanum

Dagskrá
Ráðstefna 17. mars | |||
---|---|---|---|
8:30 – 9:00 | Skráning | ||
9:00 – 9:10 | Opnun | ||
9:10-10:00 | Reset Your Leadership, Niamh McElwain, The Hybrid Way | ||
10:00-10:20 | Hlé | ||
10:20-11:00 | Heimsins besta sjúkrahús, Björn Zoega, Karolinska í Stokkhólmi | ||
11:05-11:45 | Building Change Agility at Scale, Christopher T.S. Harvey, Tesco | ||
11:45-12:40 | Hádegismatur | ||
12:40-13:20 | Ekki benda á mig: Virkjum fólk, Sólrún Kristjánsdóttir, Veitur | ||
13:25-14:05 | Change Management Appertizers, Hanne Dinkel, Spread Group | ||
14:05-14:30 | Hlé | ||
14:30-15:10 | Getting Employees Onboard with Change, Gwen Turner, Trinity College | ||
15:15-16:00 | How to Win!, Billy Taylor, LinkedXL | ||
16:00-17:00 | Kokteill |
Gull
Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðisfyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.
Hjá Össuri starfa um 3500 starfsmenn í 26 löndum með höfuðstöðvar á Íslandi. Framleiðsludeildir Össurar hafa nýtt sér aðferðafræði straumlínustjórnunar frá 2009 með góðum árangri og m.a. innleitt 5s, tillögukerfi, lean skólann, sjónræna stjórnun og daglega fundi ásamt mörgu öðru.
Aukinn áhugi er á straumlínustjórnun í öðrum deildum svo sem fjármáladeild, gæðadeild og þróunardeild og hafa þær til dæmis nýtt sér virðisgreiningu og sjónræna stjórnun. Einnig eru stærri verkefni á vegum framkvæmdarstjórnar að bæta lykil viðskiptaferla fyrirtækisins.
Silfur
Brons


Tengslasamstarf

