Samstarf2017

Samstarf20172018-01-10T21:57:01+00:00

Ert þú samstarfsaðili Lean Ísland 2017?

Lean Ísland ráðstefnan er árviss viðburður í stjórnun á Íslandi. Sjötta ráðstefnan, Lean Ísland 2017, verður haldin þann 17.mars í Hörpu. Fyrirlesarar sem hafa staðfest komu sína eru m.a.:

  • Niklas Modig, höfundur metsölubókarinnar “This is Lean”. Hann leiðir stefnu margra stórfyrirtækja m.a. Ericsson, Nordea, Scania, Saab Group og Siemens svo nokkur séu nefnd. Niklas starfar við rannsóknir í Center for Innovations and Operations Management hjá Stockholm School of Economics og leiðir þar vinnu sem tengist lean og operational excellence.
  • Mike Orzen, hefur yfir 20 ára ráðgjafa og þjálfunarreynslu og er höfundur bókarinnar Lean IT. Hann hefur öðlast einstaka reynslu í mismunandi þáttum eins og lean, upplýsingatækni, heilbrigðismálum og almennum rekstri sem hann nýtir sér í sinni ráðgjöf. Hans persónulega nálgun og fókus á fólk hefur hvatt leiðtoga og starfsfólk til að tileinka sér aukna vitund, lean stjórnun og árangursríkar aðferðir í flóknum fyrirtækjarekstri.
  • Cheryl Jekiel, stofnandi Lean Leadership Ressource Center (LLRC) og höfundur bókarinnar Lean HR. Hún hefur öðlast reynlsu og sérhæft sig í Lean Manufacturing með sérstaka áherslu á Lean fyrirtækjamenningu og hefur aðstoðað á mörgum stöðum við að minnka sóun og innleiða Lean menningu. Cheryl er með 25 ára reynslu í framleiðslu og leggur nú fram við að dreifa þekkingu um Lean HR eða Lean í mannauðsstjórnun.

Í Lean Ísland vikunni verður mikið um að vera og nokkur námskeið haldin. Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar og hér má sjá upplýsingar um námskeiðin.

Ef þú vilt tengja nafn þíns fyrirtækis við Lean hugmyndir og umbætur býðst þér einstakt tækifæri til þess með því að gerast Lean Ísland 2017 samstarfsaðili. Í ár bjóðast þrjár leiðir, Gull, Silfur og Brons, til þess að gerast samstarfsaðili Lean Ísland 2017 og eru þær útlistaðar hér að neðan. Athugið að takmarkað framboð er að Gull og Silfur aðild.

Samstarfsaðild

GULL

10 frímiðar á Lean Ísland 2017

3 frímiðar á heilsdags námskeið

25% afsláttur á ráðstefnu umfram frímiða

20% afsláttur á námskeið í ráðstefnuvikunni

30 mínútna einkasamtal við lykilfyrirlesara á ráðstefnudegi

2 miðar í kvöldverð með fyrirlesurum í lok ráðstefnudags

Sýningarpláss á sýningarsvæði ráðstefnunnar

Standur frá þínu fyrirtæki í ráðstefnusal (samstarfsaðili kemur með standinn)

Lógó sýnilegt á þátttakendakortum

Nafn og lógó:
Í fréttabréfum Lean Íslands
Í fréttabréfi tengslasamstarfsaðila
Á forsíðu dagskrárbæklings ráðstefnunnar
Á skjánum í upphafi ráðstefnu og í öllum hléum
Á samstarfsaðilasíðu dagskrárbæklings ásamt 100 orðum um starfssemi fyrirtækis
Á Facebook síðu ráðstefnunnar ásamt tengli á heimasíðu fyrirtækis
Á leanisland.is ásamt tengli á heimasíðu fyrirtækis og 100 orðum um starfssemina

kr. 975.000,-
Hámark 2 aðilar

SILFUR

5 frímiðar á Lean Ísland 2017

1 frímiði á heilsdags námskeið

20% afsláttur á ráðstefnu umfram frímiða

15% afsláttur á námskeið í ráðstefnuvikunni

Sýningarpláss á sýningarsvæði ráðstefnunnar

Standur frá þínu fyrirtæki í ráðstefnusal (samstarfsaðili kemur með standinn).

Nafn og lógó:
Í fréttabréfum Lean Íslands
Í fréttabréfi tengslasamstarfsaðila
Á samstarfsaðilasíðu dagskrárbæklings
Á skjánum í upphafi ráðstefnu
Á Facebook síðu ráðstefnunnar ásamt tengli á heimasíðu fyrirtækis
Á leanisland.is ásamt tengli á heimasíðu fyrirtækis

kr. 540.000,-
Hámark 4 aðilar

BRONS

3 frímiðar á Lean Ísland 2017

15% afsláttur á ráðstefnu umfram frímiða

10% afsláttur á námskeið í ráðstefnuvikunni

Nafn og lógó:
Í fréttabréfum Lean Íslands
Í fréttabréfi tengslasamstarfsaðila
Á samstarfsaðilasíðu dagskrárbæklings
Á skjánum í upphafi ráðstefnu
Á Facebook síðu ráðstefnunnar ásamt tengli á heimasíðu fyrirtækis
Á leanisland.is ásamt tengli á heimasíðu fyrirtækis

kr. 235.000,-

 Básasamstarf

1 frímiði á Lean Ísland 2017

10% afsláttur á ráðstefnu umfram frímiða

Sýningarpláss á sýningarsvæði ráðstefnunnar á neðri hæð

Nafn og lógó:
Á samstarfsaðilasíðu dagskrárbæklings
Á Facebook síðu ráðstefnunnar
Á leanisland.is ásamt tengli á heimasíðu fyrirtækis

kr. 125.000,-

Af hverju að gerast samstarfsaðili?

Hvort sem þú vilt laða að gott starfsfólk eða ert að selja fyrirtæki þitt sem Lean þjónustuaðila þá er Lean Ísland 2017 leið fyrir þig til að láta fólk vita að þitt fyrirtæki notar Lean aðferðir til að ná meiri árangri.

Þinn ávinningur af því að taka þátt í Lean Ísland 2017:

  • Frímiðar á Lean Ísland 2017: 10, 5 eða 3 frímiðar fyrir þína starfsmenn á Lean Ísland 2017.
  • Frímiði og/eða afsláttur á námskeið: Þú getur sent þitt fólk frítt eða með miklum afslætti á námskeið Lean Ísland 2017.
  • Aðgangur að sérfræðingum: Gullaðild fylgir sérstakur aðgangur að sérfræðingunum í formi viðtals og kvöldverðar
  • Sterkari tenging við Lean og umbóta hugmyndir: Ráðstefnan verður áminning til fólks um að þitt fyrirtæki aðhyllist stöðugar umbætur og Lean hugmyndir og aðferðir.

Hvernig gerist ég samstarfsaðili?

Hafðu samband við okkur á info@leanisland.is eða í síma, 855 5809 (Viktoría) / 699 2742 (Lísa).