Ert þú samstarfsaðili Lean Ísland 2019?
Lean Ísland ráðstefnan er árviss viðburður í stjórnun á Íslandi. Áttunda ráðstefnan, Lean Ísland 2019, verður haldin þann 15.mars í Hörpu. Fyrirlesarar sem hafa staðfest komu sína eru m.a.:
- Torben Wiese, stofnandi og eigandi Habitmanager.
- Dr. Helen Bevan, hefur verið leiðandi breytinga í heibrigðiskerfi Englands í yfir 20 ár.
- Jurgen Appelo, höfundur Management 3.0, #Workout og Managing for Happiness.
- Tony Crane, þróunarstjóri hjá Bank of Ireland.
- Stuart Eames, leiðir nýsköpun hjá Waitrose.
Í Lean Ísland vikunni verður mikið um að vera og nokkur námskeið haldin að venju. Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar og hér má sjá upplýsingar um námskeiðin.
Ef þú vilt tengja nafn þíns fyrirtækis við Lean hugmyndir og umbætur býðst þér einstakt tækifæri til þess með því að gerast Lean Ísland 2019 samstarfsaðili. Í ár bjóðast þrjár leiðir, Gull, Silfur og Brons, til þess að gerast samstarfsaðili Lean Ísland 2019 og eru þær útlistaðar hér að neðan. Athugið að takmarkað framboð er að Gull og Silfur aðild.
Samstarfsaðild | ||
---|---|---|
GULL10 frímiðar á Lean Ísland 2019 6 frímiðar á hálfsdags námskeið 25% afsláttur á ráðstefnu umfram frímiða 20% afsláttur á námskeið íráðstefnuvikunni 30 mínútna einkasamtal við lykilfyrirlesara á ráðstefnudegi 2 miðar í kvöldverð með fyrirlesurum í lok ráðstefnudags Sýningarpláss á sýningarsvæði ráðstefnunnar Standur frá þínu fyrirtæki í ráðstefnusal Lógó sýnilegt á þátttakendakortum Nafn og lógó: kr. 995.000,- |
SILFUR6 frímiðar á Lean Ísland 2019 2 frímiðari á hálfsdags námskeið 20% afsláttur á ráðstefnu umfram frímiða 15% afsláttur á námskeið í ráðstefnuvikunni Sýningarpláss á sýningarsvæði ráðstefnunnar Standur frá þínu fyrirtæki í ráðstefnusal Nafn og lógó: kr. 575.000,- |
BRONS4 frímiðar á Lean Ísland 2019 15% afsláttur á ráðstefnu umfram frímiða 10% afsláttur á námskeið í ráðstefnuvikunni Nafn og lógó: kr. 295.000,- |
Af hverju að gerast samstarfsaðili?
Hvort sem þú vilt laða að gott starfsfólk eða ert að selja fyrirtæki þitt sem Lean þjónustuaðila þá er Lean Ísland 2019 leið fyrir þig til að láta fólk vita að þitt fyrirtæki notar Lean aðferðir til að ná meiri árangri.
Hvernig gerist ég samstarfsaðili?
Hafðu samband við okkur á info@leanisland.is eða í síma, 855 5809 (Viktoría) / 699 2742 (Lísa).